Opin vísindi

Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna? : Langtímarannsókn á ritun frásagna og upplýsingatexta í 2.–4. bekk

Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna? : Langtímarannsókn á ritun frásagna og upplýsingatexta í 2.–4. bekk


Titill: Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna? : Langtímarannsókn á ritun frásagna og upplýsingatexta í 2.–4. bekk
Höfundur: Oddsdóttir, Rannveig
Ragnarsdóttir, Hrafnhildur
Birgisdóttir, Freyja
Gestsdóttir, Steinunn
Útgáfa: 2016-09-07
Tungumál: Íslenska
Umfang: 29
Svið: Hug- og félagsvísindasvið
Deild: Sálfræðideild
Birtist í: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
Efnisorð: Ritun; Ritunarkennsla; Yngsta stig grunnskóla; Writing; Genre; Narrative; Informational text
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/3274

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Oddsdóttir , R , Ragnarsdóttir , H , Birgisdóttir , F & Gestsdóttir , S 2016 , ' Hvað ræður mishröðum framförum í textaritun barna? Langtímarannsókn á ritun frásagna og upplýsingatexta í 2.–4. bekk ' , Netla , bls. 1-29 . < https://netla.hi.is/serrit/2016/um_laesi/02_16_laesi.pdf >

Útdráttur:

Í fyrstu bekkjum grunnskóla eru börn að ná tökum á táknkerfi ritmálsins og byrja að spreyta sig á því að setja saman ritaða texta. Framfarir í textaritun eru háðar mörgum samverkandi þáttum, svo sem færni í umskráningu, tökum á tungumálinu og sjálfstjórn, auk þess sem sú kennsla sem börn fá hefur mikið að segja. Framvindan getur því verið ólík og mishröð hjá einstaklingum. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að skoða einstaklingsmun á framförum í textaritun íslenskra barna í 2.–4. bekk, athuga hvort framfarir barnanna væru samstiga í tveimur ólíkum textategundum, frásögnum og upplýsingatextum, og kanna hvort sjá mætti tengsl á milli framfara barnanna og stöðu þeirra í umskráningu, orðaforða og sjálfstjórn. Ritunarverkefni voru lögð fyrir 45 börn með árs millibili í 2., 3. og 4. bekk og mælingar á sjálfstjórn, umskráningu og orðaforða nýttar til að kanna áhrif þessara þátta á framfarir í rituninni. Mikill einstaklingsmunur var á frammistöðu barnanna og framförum þeirra milli ára. Sumum fór lítið sem ekkert fram á meðan önnur tóku stórstígum framförum. Það reyndist ekki vera marktæk fylgni milli framfara í textategundunum tveimur, en þó var fátítt að börn sýndu mjög góða framvindu í annarri textategundinni en slaka í hinni. Engin einhlít skýring fannst á þessum mikla einstaklingsmun. Í sumum tilvikum má þó rekja slaka stöðu og litlar framfarir til erfiðleika með umskráningu og einnig má sjá þess merki að styrkur í umskráningarfærni, orðaforða og sjálfstjórn skili sér í betri textum og meiri framförum. Athygli vekur að þau börn sem voru skemmst á veg komin í textaritun í upphafi rannsóknarinnar sýndu almennt meiri framfarir en þau sem sterkar stóðu í byrjun. Það gæti verið vísbending um að kennslan mæti ekki nægilega vel þörfum barna eftir að grundvallarfærni í ritun er náð og að þau fái ekki nægilegan stuðning við að þróa textaritun sína áfram.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: