Title: | Ífarandi sýkingar af völdum Bacillus-tegunda á Íslandi árin 2006-2018 |
Alternative Title: | Invasive infections of Bacillus species in Iceland, 2006-2018 |
Author: |
|
Date: | 2022-03 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 6 |
University/Institute: | Landspítali |
Department: | Rannsóknaþjónusta Læknadeild Önnur svið |
Series: | Læknablaðið; 3(108) |
ISSN: | 0023-7213 |
Subject: | Lífeindafræði; Smitsjúkdómalæknisfræði; Vísindadeild; Bakteríusjúkdómar; Bacillus species; Bacillus cereus; penicillin resistance; invasive infections; sepsis; epidemiology; diagnostic criteria |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/3082 |
Citation:Gunnarsdóttir , A K , Erlendsdóttir , H & Gottfreðsson , M 2022 , ' Ífarandi sýkingar af völdum Bacillus-tegunda á Íslandi árin 2006-2018 ' , Læknablaðið , bind. 3 , nr. 108 , bls. 131-36 . < https://www.laeknabladid.is/tolublod/2022/03/nr/7972 >
|
|
Abstract:INNGANGUR Bakteríur af ættkvíslinni Bacillus finnast víða í umhverfinu og eru almennt taldar hafa litla meinvirkni, að miltisbrandsbakteríunni B. anthracis undanskilinni. Oft er álitið að um mengun sé að ræða ef Bacillus-tegundir finnast með ræktun. Tegundin B. cereus getur valdið ífarandi sýkingum í mönnum en hún getur framleitt vefjaskemmandi eitur. Faraldsfræði þessara sýkinga hefur lítið verið rannsökuð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Allar mögulegar ífarandi sýkingar af völdum Bacillus á Landspítala árabilið 2006-2018 voru fundnar með leit í ræktunarniðurstöðum. Farið var yfir klínískar upplýsingar þeirra sem taldir voru með mögulegar eða staðfestar sýkingar. Mat á því hvort bakterían taldist vera mengunarvaldur, mögulegur sýkingarvaldur eða staðfestur sýkingarvaldur byggðist á skilmerkjum sem höfundar settu saman. Nýgengi mögulegra eða staðfestra ífarandi sýkinga var reiknað. NIÐURSTÖÐUR Á tímabilinu 2006-2018 ræktaðist Bacillus frá 126 einstaklingum; í blóði (116), liðvökva (8) eða heila- og mænuvökva (2). Alls voru 26 tilvik talin staðfest sýking (20,6%), 10 möguleg sýking (7,9%) og 90 mengun (71,4%). Nýgengi mögulegra eða staðfestra sýkinga var 1,4/100.000 íbúa/ár. Notkun vímuefna í æð var áhættuþáttur meðal 11/26 með staðfesta sýkingu. Algengasta birtingarmynd sýkingar var blóðsýking/sýklasótt. Bakterían var ónæm fyrir beta-laktam sýklalyfjum í 92% staðfestra sýkingartilvika en í 66% mengunartilvika (p=0,02). ÁLYKTANIR Mikilvægt er að taka jákvæðar ræktanir af Bacillus alvarlega, sérstaklega þegar um ræðir sjúklinga sem nota vímuefni í æð, hafa illkynja sjúkdóm eða eru ónæmisbældir. Mikilvægt er að taka ávallt tvö sett af blóðræktunum ef raunverulegur grunur leikur á sýkingu, til að bæta ákvarðanatöku og draga úr óþarfa sýklalyfjameðferð.
|