Opin vísindi

Aukið álag og áreiti : Áhrif efnahagshrunsins á leikskólastarf

Aukið álag og áreiti : Áhrif efnahagshrunsins á leikskólastarf


Title: Aukið álag og áreiti : Áhrif efnahagshrunsins á leikskólastarf
Author: Hreiðarsdóttir, Anna Elísa   orcid.org/0000-0002-1094-1010
Björnsdóttir, Eygló
Date: 2017-06-18
Language: Icelandic
Scope: 17
University/Institute: Háskólinn á Akureyri
Series: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
Subject: Bankahrunið 2008; Leikskólar; Leikskólastjórnun; Financial crisis; Preschool; Administration; Teaching
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2795

Show full item record

Citation:

Hreiðarsdóttir , A E & Björnsdóttir , E 2017 , ' Aukið álag og áreiti : Áhrif efnahagshrunsins á leikskólastarf ' , Netla , bls. 1-17 . < https://netla.hi.is/greinar/2017/ryn/02.pdf >

Abstract:

Síðla árs 2008 varð niðursveifla í hagkerfi Íslendinga sem leiddi af sér efnahagshrun. Í kjölfar þess þurftu sveitarfélög að hagræða í rekstri sínum og beindust aðgerðir meðal annars bæði að leik- og grunnskólum. Áhrif og afleiðin gar þessa á starfsemi leikskóla eru tilefni þessarar rannsóknar. Rannsóknin fór fram vorið 2014 og hafði það að markmiði að leita svara við því að hvaða marki leikskólastjórar teldu að niðurskurður í kjölfar hrunsins hefði haft áhrif á starfsemi leikskóla, bæði hvað varðar rekstrarlega þætti og þætti sem snúa að faglegu starfi í leikskólanum. Rafrænn spurningalisti var sendur til 106 leikskólastjóra og var svarhlutfall 64%. Spurt var um þær aðstæður sem sköpuðust í leikskólanum eftir hrun, en einnig um mat leikskólastjóra á áhrifum þeirra. Spurningar voru bæði lokaðar og hálfopnar og megináhersla var lögð á að greina eigindleg svör. Niðurstöður sýna að efnahagshrunið hefur haft veruleg áhrif á rekstrarumhverfi leikskóla, ekki hvað síst á starfsmannahald, samráðsfundi kennara og stjórnun. Námskrárgerð og þróunarstarf hefur setið á hakanum og álag á skólastjóra og kennara hefur aukist. Aðrar íslenskar rannsóknir á áhrifum hrunsins á leikskólastarf hafa gefið svipaðar niðurstöður. Það gefur tilefni til að álykta að niðurskurður hafi komið niður á faglegu starfi og að hlúa hafi þurft betur að leikskólum fjárhagslega.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)