Opin vísindi

Pólitísk boðskipti á stafrænum tímum. : Ný einkenni á íslensku fjölmiðlakerfi

Pólitísk boðskipti á stafrænum tímum. : Ný einkenni á íslensku fjölmiðlakerfi


Title: Pólitísk boðskipti á stafrænum tímum. : Ný einkenni á íslensku fjölmiðlakerfi
Author: Guðmundsson, Birgir   orcid.org/0000-0001-8235-001X
Harðarson, Ólafur Þ
Date: 2021-02-12
Language: English
Scope: 163
University/Institute: University of Akureyri
Department: Faculty of Social Sciences
Subject: Fréttamenn; Stjórnmálafræði; Fjölmiðlafræði; Political communication; Elections; Journalistic professionalism; Political parallelism; Media models
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/2567

Show full item record

Citation:

Guðmundsson , B 2021 , ' Pólitísk boðskipti á stafrænum tímum. Ný einkenni á íslensku fjölmiðlakerfi ' , Doctor of Philosophy , University of Iceland .

Abstract:

 
Eðlisbreyting hefur orðið á fjölmiðlakerfinu og allri boðmiðlun á Íslandi síðasta áratuginn og þar með á tengslum stjórnmála og fjölmiðlunar, sem síðan hefur ásamt ýmsum fleiri þáttum leitt til breytinga á flokkakerfi, stjórnmálum, og pólitískri umræðu. Þetta er meðal þess sem tekist er á við í doktorsverkefninu en þar eru greind helstu einkenni pólitískrar boðmiðlunar á Íslandi á grundvelli frumgagna og sett í samhengi við ráðandi fræðilegar kenningar. Þrjú megin svið eru könnuð. Í fyrsta lagi er kortlögð fjölmiðlanotkun stjórnmálamanna og hvernig þeir meta mikilvægi einstakra miðlunarleiða. Þannig fengust upplýsingar um blandað boðmiðlunarkefi (hybrid media) þar sem tvinnast saman miðlunarrök netsamskipta annars vegar og miðlunarrök hefðbundinnar fjölmiðlunar. Í öðru lagi var fagmennska fjölmiðla skoðuð og settur fram greiningarrammi og mat á fagmennsku í fjölmiðlum á stafrænum tímum. Í þriðja lagi var samfylgd fjölmiðla og stjórnmálaafla eða hugmyndafræði metin. Niðurstöðurnar sýna að helstu einkenni pólitískrar boðmiðlunar á Íslandi eru blandað kerfi fjölmiðlakerfi (hybrid media system), að blaðamennska einkennist í vaxandi mæli af fagmennsku skipulagsheilda (organizational professionalism) og að skynjuð samfylgd stjórnmála og fjölmiðla (political parallelism) sé mjög mikil. Þessi einkenni eru dregin fram og undirstrikuð af tæknivæðingu, markaðsvæðingu og ákveðinni tegund fagvæðingar og enn fremur mótuð af sér íslenskum aðstæðum, ekki síst smæð íslenska fjölmiðla- og stjórnmálakerfisins og stuttu tímabili breytinga. Þrátt fyrir sér íslensk einkenni í þróuninni, er hreyfiafl breytinganna alþjóðlegt og hægt að líta til Íslands um vísbendingar um líklega þróun annars staðar.
 
In this Ph.D. project the most important features of the present-day system of political communication in Iceland is mapped out through empirical research and analysed with reference to recent literature in the field. Three main areas are explored. Firstly, the media use of politicians in five elections and the relative importance they assign to different platforms is examined and the degree of hybridity of new and old media logic is established. Secondly, the concept of journalistic professionalism is deconstructed and a framework for analysis in a digital age and an assessment is offered. Thirdly, the development of the idea of political parallelism is examined in the Icelandic context and discussed with reference to influential media models, in particular Hallin and Mancini´s (2004) Three Models of Media and Politics. These elements can be seen to determine the main characteristic of the overall political media system and by addressing and analysing all three, it is suggested that an understanding of the most important features of the Icelandic political communication system emerges. This is done in four peer reviewed papers and a book chapter and the findings suggest that Iceland does not quite fit into any of Hallin and Mancini´s three ideal models, but rather a mixed version of all three. The findings show that major characteristics of the Icelandic system are a hybridization of traditional and network media logic, journalism increasingly characterized by organisational professionalism, and a high degree of perceived political parallelism. These elements are highlighted and brought forth by digitalization, commercialization, a certain kind of professionalization and further shaped by national cultural and political history and not least, the small size of the Icelandic political and media systems. And the compressed timeframe of changes. However, in spite of nation specific characteristics, the forces of change are international, and Iceland can indeed be seen as a test-tube example for likely changes elsewhere.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)