Opin vísindi

Fletta eftir titli tímarits "Ritröð Guðfræðistofnunar"

Fletta eftir titli tímarits "Ritröð Guðfræðistofnunar"

Röðun: Raða: Niðurstöður:

  • Hugason, Hjalti (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2016)
    Meginviðfangsefni greinarinnar lýtur að samvinnu og skörun en jafnframt árekstrum and-legs og veraldlegs valds í kjölfar siðaskiptanna. Leitast er við að svara spurningunni um hvort andlegir og veraldlegir embættismenn Danakonungs hafi ávallt unnið ...
  • Hugason, Hjalti (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2018)
    Í þessari grein verður kannað hvort mögulegt sé að líta á guðfræði Páls Sigurðssonar (1839–1887) eins og hún birtist í Helgidaga-prédikunum hans, sem út komu nokkru eftir dauða hans (1894), sem kontextúal guðfræði. Er þetta gert í framhaldi af grein ...
  • Hugason, Hjalti (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2017)
    Í þessari grein og annarri til sem birtast mun í næsta hefti þessarar ritraðar er fjallað um guðfræði Páls Sigurðssonar (1839–1887), einkum eins og hún birtist í Helgidaga-prédikunum hans sem út komu nokkru eftir dauða hans (1894). Markmið greinanna ...
  • Þorsteinsson, Rúnar M. (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2017)
    Meginviðfangsefni þessarar greinar er að rannsaka bréf Nýja testamentisins í ljósi bréfa-skrifta almennt í hinum grísk-rómverska heimi. Fyrst er gefið yfirlit yfir stöðu slíkra rann-sókna sem og yfir helstu einkenni grískra (og latneskra) bréfa í ...
  • Pétursson, Pétur (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2017)
    Í þessari ritgerð er fjallað um það hvernig kirkjuleiðtogar, safnaðarfólk og prestar skilgreina hlutverk og verkefni þjóðkirkjunnar. Í ljós kemur að um er að ræða ólíkan kirkju- og embættisskilning. Með því að styðjast við hugtakið „kjörmynd“ (ideal ...
  • Hugason, Hjalti (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2017)
    Nú á dögum standa yfir miklar deilur um sóknargjöld. Hið beina tilefni þeirra er að ríkis-valdið hefur í kjölfar efnahagshrunsins 2008 skert gjöldin miðað við það sem gert er ráð fyrir í gildandi lögum. Skerðingin er rökstudd með því að gjöldin séu ...
  • Gunnarsson, Gunnar J. (Guðfræðistofnun, 2019)
    Í desember árið 2016 var kvikmynd Martins Scorsese, Silence, frumsýnd. Hann hafði gengið með hana í maganum í um aldarfjórðung, eða allt frá því að hann las samnefnda sögulega skáldsögu eftir japanska rithöfundinn Shusaku Endo (1923–1996) frá árinu ...
  • Jónsson, Gunnlaugur A. (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2016)
    Í þessari grein er heilagleikahugtak Gamla testamentisins (qados/qodes) kannað í ljósi gamal-gróinnar kenningar um myndunarsögu Jesajaritsins þar sem gert er ráð fyrir miklum aldurs-mun á mismunandi hlutum þess. Er í því sambandi, og til einföldunar, ...
  • Bóasdóttir, Sólveig Anna (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2017)
    „Loftslagsbreytingar er vandamál sem ekki er hægt að leysa!“ Það eru orð guðfræðingsins og siðfræðingsins Willis Jenkins sem þessi grein beinir sjónum að. Hvað sem þessum orðum líður heldur Jenkins því fram að kristin siðfræði á tímum loftslagsbreytinga ...
  • Pétursson, Pétur (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2016)
    Hér er fjallað um stöðu þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi frá miðri 20. öld og fram yfir aldamót og kröfu hennar og stuðningsmanna hennar um aukið sjálfstæði frá ríkisvaldinu en um leið óheftan aðgang að hinu opinbera rými sem grundvallartrúarstofnun ...
  • Þorsteinsson, Rúnar M. (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2016)
    Það hefur lengi verið þekkt staðreynd að gyðingurinn Páll postuli og stóumaðurinn Seneca, sem voru samtímamenn, eiga margt sameiginlegt hvað hugmyndafræði varðar. Sérstaklega á þetta við um siðfræði eða siðferðisboðskap þeirra. Síður þekktur er sá ...
  • Guðmundsdóttir, Arnfríður (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2018)
    Árið 2017 var 500 ára siðbótarafmæli haldið hátíðlegt og það gefur okkur tilefni til að huga að siðbót á 21. öld. Í þessari grein verður gengið út frá því að sú ógn sem lífi á jörðinni stendur af loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra kalli á breytt ...
  • Guðmundsdóttir, Arnfríður (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2017)
    Katarína Zell (1498–1562) er ein þeirra kvenna sem tilheyrðu fyrstu kynslóð fylgjenda og talsmanna siðbótarinnar á 16. öld. Hún er mikilvægur fulltrúi kvenna sem upplifðu áhrif hinnar nýju siðbótar í eigin lífi og er helst þekkt í gegnum rit sín, sem ...
  • Jónsson, Gunnlaugur A. (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2017)
    Þrjár kvikmyndir með vísunum til Jobsbókar Gamla testamentisins eru viðfangsefni þessarar greinar. Í myndunum þremur, sem eru ólíkrar gerðar, er sögusviðið ólíkt, sem og uppruna­landið, Ungverjaland, Bandaríkin og Danmörk, en allar eiga myndirnar það ...
  • Gunnarsson, Gunnar J. (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2017)
    Spurningar um tilvist og merkingu, svokallaðar tilvistarspurningar, virðast fylgja því að vera maður, þótt ljóst sé að fólk er misjafnlega upptekið af slíkum spurningum. Víða má finna dæmi um spurningar af þessum toga, svo sem í bókmenntum, myndlist, ...
  • Bóasdóttir, Sólveig Anna (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2016)
    Nýlega hefur sú áhersla verið áberandi í fræðilegu samhengi að trú geti leitt til ofbeldis. Dæmin sem tekin eru um þetta koma bæði úr sögu og samtíð, allt frá blóðfórnum fornaldar, heilögu stríði, krossferðum og rannsóknarrétti miðalda, til nýlegra ...
  • Hreinsson, Haraldur; Eyjólfsson, Sigurjón Árni (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2017)
    Á umliðnum árum hefur biskupsembættið — eðli þess, hlutverk og tilgangur — í hinni evangelísk-lúthersku kirkju verið talsvert til umræðu á guðfræði- og kirkjulegum vettvangi. Grein þessi er hugsuð sem annars vegar sögulegt og hins vegar guðfræðilegt ...
  • Jóhannsson, Jón Yngvi (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2018)
    Skáldsaga Halldórs Laxness, Salka Valka, kom út í tveimur bindum árin 1931 og 1932. Sagan er iðulega álitin fyrsta skáldsaga Halldórs sem fullþroskaðs höfundar og jafnframt fyrsta þjóðfélagslega skáldsaga hans. Þegar Salka Valka kom út hafði Halldór ...
  • Hugason, Hjalti (Guðfræðistofnun Háskóla Íslands, 2016)
    Vilborg Dagbjartsdóttir hefur lengi notið almennrar viðurkenningar sem skáld. Í þessari grein verður fjallað um afmarkaðan flokk ljóða í nýútkomnu ljóðasafni hennar sem kalla má biblíuljóð. Verða þau skoðuð í ljósi lútherskrar biblíukveðskaparhefðar. ...