Þessi vefur er rafrænt varðveislusafn fyrir ritrýndar vísindagreinar, doktorsritgerðir og efni sem birtist í opnum aðgangi á vegum Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Bifröst, Háskólans á Hólum, Háskólans í Reykjavík, Landbúnaðarháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns. Opinn aðgangur að rannsóknaniðurstöðum er í samræmi við 10. gr. laga nr. 3/2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir sem og kröfur innlendra og erlendra rannsóknasjóða. Markmiðið með opnum aðgangi er að niðurstöður rannsókna sem unnar eru við íslenska háskóla og rannsóknastofnanir séu aðgengilegar sem flestum óhindrað og án endurgjalds á rafrænu formi. Vistun í varðveislusafninu er varanleg og ætlað að tryggja aðgang að útgefnu vísindaefni íslensks rannsóknasamfélags um ókomna tíð. Með því að safna þessu efni saman í eitt safn verður aðgangur að því einfaldur og þægilegur fyrir alla sem vilja kynna sér það og þannig geta sem flestir notið þess öfluga vísindastarfs sem fram fer á landinu.

Varðveislusafnið er OpenAIRE / OpenAIREplus samhæft og samrýmist kröfum sem gerðar eru um birtingu rannsóknaniðurstaðna úr verkefnum sem styrkt eru úr evrópsku rannsóknaáætlununum FP7 og H2020.

Varðveislusafnið notar opna hugbúnaðinn DSpace.

Efnisflokkar

Síðast bætt við

 • Harðardóttir, Sigrún; Svavarsdóttir, Sveinbjörg Júlía (The Educational Research Institute, 2018-12-21)
  Háskólar þurfa að bregðast við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun og reynslu nemenda sem stunda nám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rann ...
 • Hauksdóttir, Hildur; Steingrímsdóttir, María; Svanbjörnsdóttir, Birna María B. (The Educational Research Institute, 2018-12-21)
  Fyrstu tvö árin í starfi hafa mikilvæg áhrif á fagmennsku kennara. Í greininni er sjónum beint að mótun starfskenningar nýrra framhaldsskólakennara til að skilja betur hvaða þættir ráða þar för. Rannsóknin er byggð á eigindlegum gögnum.1 Í ársbyrjun ...
 • Jónsson, Þorbergur Hjalti; Snorrason, Arnór (Agricultural University of Iceland, 2018)
  In Iceland, mountain birch dominates indigenous woodlands and scrub communities. For use in inventories of the natural birch population, we derived single parameter aboveground biomass functions from a stratified random sample encompassing the entire ...
 • Skirnisson, Karl; Pálsdóttir, Guðný Rut; Eydal, Matthías (Agricultural University of Iceland, 2018)
  Importing dogs into Iceland was prohibited or restricted from 1909 until 1989, when the ban was lifted and importing dogs and cats permitted, with the proviso of an enforced period of quarantine and the requirement of specific medical treatments and ...
 • Andrésdóttir, Valgerður (Agricultural University of Iceland, 2018)
  Maedi-visna virus (MVV) is a lentivirus of sheep causing inflammation in many organs, primarily the lungs and CNS. HIV and SIV also belong to the lentivirus genus of retroviruses. MVV and HIV have many features in common, including genome organization, ...

meira